Statistiques
Blogspot            ancien site - cliquer ici / old website - click here            Poetrypoem

QUATRE POEMES EN ISLANDAIS (islandais)

PDF
Imprimer
Envoyer

ANDLIT VINARINS (page 87) -LE VISAGE DE L'AMI

 

Andlit vinarins í

löðrandi magnólíunum

 

Og í brosi vinar míns

heill magnaður júlí

 

Andlit vinar míns er

hreinlíf hvítan

magnólíanna

í júlí.

 

 

18

 

LÍFIÐ FER SÍNA LEIÐ (page 89) - LA VIE S'AVANCE

 

Lífið heldur áfram! Og þú ert ekkert annað en vottur ljóss,

mjór griffill að grafa upp minningu,

bjóddu mig því velkominn inn í augnlok þín

eins og andvarp, eins og sár í okkri kvöldsins.

 

Ögn af dauða! Og Hölderlin til æviloka

þegar allt er hljóðnað og lærifeður okkar vaða elginn,

þegar minnið stígur niður í beði okkar

og öskur verður smátt og smátt að bók.

 

 

19

 

STRÆTIÐ ÞAR SEM ÉG Á HEIMA  (page 325) - LA RUE QUE J'HABITE

 

Handa Jalel El Gharbi

 

Á kvöldin stend ég mig oft að því að ganga

stefnulaust niður strætið mitt,

mjakast ég við tónlist kyrrðar loftsins,

flæði inn í það eins og hafið flæðir

inn í loforð um dásamlegt sumar!

 

Stundum nem ég staðar, skjálfandi af kenndum og horfi á byggingarnar,

barmafullar af samræmdri einsemd og hógværum glæsibrag!

Hversu margir vina minna sem bjuggu hér eru ekki lengur meðal okkar!

Hversu margir sem ég unni hafa hljóðlega gengið til liðs við dauðvona heiðursfylkingu þagnar!

 

Skyndilega logar um limi mína sorg, sem ég ræð ekki við,

springur inn í gagnaugun og æðir um æðar mér

í áköfu óðagoti

eins og eldur hvattur af hamslausum vindum!

 

Og sál mín fer að titra eins og fjóla pínd í stormi,

og reynir að vernda alla ástina

sem tími og tár hafa ríkulega búið henni:

Öfluga ástin sem ekkert fær veikt eða brotið!

 

Sem borinn af ókunnum draumi geng ég hægt heim á leið!

Barnaköll gæla við mig, söngur svartþrasta stjakar við mér,

fersk angan fyrstu blómstra ársins

laðar mig í átt til svefns!

 

Ég veit að ég er af þeirri ætt sígandi sóla sem enn halda

fornri tign sinni en síður fjöri morgunsársins,

ég heyri til þeim göfugu fljótum sem draga

sig í hlé

eftir ofsafengið vor,

og búa ein innan marka sem örlögin settu þeim!

 

Guðir, bjóðið mig velkominn i dauða

með virðingu samboðinni Orði þeirra sem hafa vegsamað

óumræðilega dýrð yðar!

 

 

 

20

 

DRAUMUR  (page 331) - RÊVE

 

„… og það erum við sem horfum til að sjá það sem er fegurðin.“

 

Charles Olson

 

Hve loftið er fullt af mána,

hve svalt er í kvöld

undir háum pálmum.

Sandurinn hefur opnað hjarta sitt

og allt landið er

einskær söngur!

 

Komdu, elskan mín

syngdu með mér,

leyf mér ausa lögum mínum

á húð þína

eins og eðalvíni

sem seytlar þangað

sem það vill.

 

Leyfðu þessu ljóði að vera blær

sem kyssir

fljót

æða þinna,

Ó, Ástin mín,

demantur minn,

svo þögull, svo óreyndur.

Poèmes traduits par le poète islandais Hrafn Andrés Hardarson